Bein útsending frá Nýsköpunarhádegi

Salóme Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Klaks Innovits.
Salóme Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Klaks Innovits. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Mbl.is sýnir beint frá Nýsköpunarhádeginu sem fer fram í Gallery GAMMA frá klukkan 12 til 13 í dag. Umfjöllunarefnið er nýjustu straumar í fjármálatækni. Nýsköpunarhádegi eru samstarfsverkefni Klak Innovit, Nýherja og Stjórnvísi.

Að þessu sinni mun Einar Gunnar Guðmundsson, forsvarsmaður nýsköpunarmála hjá Arion Banka mun opna hádegið og stýra umræðu um helstu strauma í fjármálatækni. Í panel eru Arnar Jónsson, framkvæmdastjóri Sway, Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri Íslenskra viðskipta hjá Meniga og Sigurður Ingólfsson, framkvæmdastjóri Invector. Þeir munu ræða fjármálatækni og þá þróun sem hefur átt sér stað á síðustu misserum í þeim geira. 

<iframe frameborder="0" height="315" scrolling="no" src="http://livestream.com/accounts/11153656/events/4349454/player?width=560&amp;height=315&amp;autoPlay=true&amp;mute=false" width="560"> </iframe><div id="embedded-remove"> </div>

Í tilkynningu frá Klak Innovit er bent á að tækniframfarir hafi breytt fjármálaumhverfinu töluvert á síðustu árum og að umræður um framtíðarstarfsemi hinna hefðbundnu banka standi nú yfir. „Kemur núverandi rekstrarmódel til með að ganga upp í nánustu framtíð, eða munu framfarir tækninnar breyta starfseminni varanlega?“

Í þessu samhengi er m.a. bent á hópfjármögnun (e. crowdfunding) þar sem fyrirtæki hafa fengið fjármögnun áður en framleiðsla hefur átt sér stað og þannig komist hjá því að þurfa að taka lán. Á Íslandi hafa undanfarið sprottið upp þónokkur fyrirtæki sem einblína á þessa þróun í fjármálatækni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK