„Aldrei aftur íslenskar vörur“

Nordic Store stendur við Lækjargötu en fyrirtækið rekur einnig nokkrar …
Nordic Store stendur við Lækjargötu en fyrirtækið rekur einnig nokkrar vefverslanir. Ernir Eyjólfsson

Eigandi verslunarinnar Nordic Store, sem flytur árlega út þúsundir pakka af íslenskum vörum til Evrópu og Bandaríkjanna hefur fengið tugi tölvupósta þar sem fólk ýmist hættir við kaup á vörum eða lýsir yfir sniðgöngu á íslenskum vörum sökum samþykktar borgarstjórnar Reykjavíkur um að undirbúa sniðgöngu á ísraelskum vörum.

Bjarni Jónsson, eigandi verslunarinnar, telur sig þegar hafa orðið var við samdrátt á pöntunum þrátt fyrir að stuttur tími sé liðinn frá því að ákvörðunin var tekinn. Hann segir meirihluta pantana vera frá Bandaríkjunum þar sem stuðningur við ísraelsk stjórnvöld sé almennt mikill.

Líkt og fram hefur komið samþykkti borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur í vikunni til­lögu Bjark­ar Vil­helms­dótt­ur um að fela skrif­stofu borg­ar­stjóra í sam­vinnu við inn­kaupa­deild að und­ir­búa og út­færa sniðgöngu Reykja­vík­ur­borg­ar á ísra­elsk­um vör­um meðan her­nám Ísra­els­rík­is á landsvæði Palestínu­manna var­ir. Til­lag­an var samþykkt með at­kvæðum Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Bjartr­ar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna.

Vaxandi hreyfing

Bjarna segist nokkuð brugðið vegna tölvupóstanna en í einum þeirra sem Bjarni áframsendi á mbl.is segir Bandaríkjamaður að hvorki hann né nokkur annar sem hann þekki ætli framar að kaupa íslenskar vörur. Hann segist ætla að slást í hóp vaxandi grasrótarhreyfingar sem hyggst sniðganga allar íslenskar vörur og þjónustu. Hann gerir athugasemd við að borgarstjórn sé að taka ísraelsk stjórnvöld sérstaklega fyrir og segir ákvörðunina illa ígrundaða og lýsa fordómum gagnvart gyðingum.

„Þetta virðast ekki vera fjöldapóstar eða skipulagt þar sem póstarnir eru allir mismunandi orðaðir,“ segir Bjarni.

Fórnarlömb pólitíkusa

„Ég hef reynt að svara þessu fólki og sagt að ég, fyrirtækið mitt, starfsmennirnir mínir og eflaust margir aðrir Íslendingar séum líka saklaus fórnarlömb pólitíkusa,“ segir hann. „Ég vonast bara til þess að borgarstjórn dragi þessa ákvörðun til baka.“

Þá tekur hann undir orð Kjart­ans Magnús­sonar, borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins, og segir undarlegt að taka Ísrael sérstaklega fyrir þegar Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri, hafi ekki látið mann­rétt­inda­brot í Kína stöðva sig í að þiggja ferðir þangað í boði kín­verskra stjórn­valda.

Brot á alþjóðasáttmála?

Viðskiptabannið hefur þegar hlotið mikla athygli í erlendum fjölmiðlum en í grein sem birtist í gær á fréttavefnum Jewish Press segir m.a. að litli og in­dæli bær­inn Reykja­vík, sem tel­ur aðeins 120 þúsund manns, sé að hunsa og brjóta alþjóðleg­an sátt­mála. Er í fram­hald­inu full­yrt að inn­kaupa­bannið brjóti á sátt­mála Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar sem lýt­ur að inn­kaup­um rík­is­stjórna. 

Sátt­mál­inn tók gildi í apríl á síðasta ári en Ísland og Ísra­el voru á meðal fyrstu tíu ríkj­anna til að ljá hon­um und­ir­skrift sína. Fyrsta meg­in­regla hans felst í því að ekki megi mis­muna aðilum á sviði viðskipta.

Nordic Store hefur fengi tugi tölvupósta þar sem fólk segist …
Nordic Store hefur fengi tugi tölvupósta þar sem fólk segist ætla að sniðganga íslenskar vörur. Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK