Koma stórskuldugir úr fangelsi

Fangar geta verið í skuldafeni þegar þeir losna úr fangelsi.
Fangar geta verið í skuldafeni þegar þeir losna úr fangelsi. AFP

Í mörgum ríkjum Bandaríkjanna er heimilt að rukka fanga um 50 til 60 dollara fyrir hvern dag í fangelsi. Reikningurinn getur því orðið svimandi hár þegar menn loksins losna út og valdið því að þeir eigi erfitt með að koma undir sig fótunum.

Í frétt CNN Money segir frá Jeremy Barrett sem varð fyrir líkamsárás í fangelsi í Flórída rétt áður en hann átti að losna út eftir þriggja ára afplánun. Hann hafði verið gómaður við að stela mat úr fangelsiseldhúsinu og í refsingarskyni var hann sendur í einangrun með öðrum fanga, sem samkvæmt gögnum fangelsisins, átti við alvarleg geðræn vandamál að stríða. Sá réðist á Bennet og klóraði úr honum annað augað.

Þegar Barret losnaði stefndi hann fangelsismálayfirvöldum í Flórída vegna vanrækslu og fór fram á bætur. Barret fékk hins vegar gagnstefnu á móti þar sem hann var krafinn um 54.750 dollara, eða sem jafngildir 50 dollurum fyrir allar 1.095 næturnar sem hann eyddi í fangelsi.

Svipaða sögu segir annar fangi að nafni Dee Taylor sem fékk 55 þúsund dollara reikning er hann losnaði. „Þetta var stjarnfræðilega há upphæð. Bara hlægilegt,“ hefur CNN eftir Taylor.

Stundum notað í „hefndarskyni“

Heimild til þess að rukka fanga fyrir dvölina í fangelsi má finna í lögum 43 ríkja. Í Arizona má þá einnig rukka vini og ættingja um 25 dollara fyrir að heimsækja fangann.

Að sögn lögfræðings er gjaldið hins vegar sjaldnast innheimt og virðist það stundum gert í „hefndarskyni“ þegar fangar stefna fangelsinu. Í rannsókn sem gerð var í Fairfield í Utah á árinu 2013 kom í ljós að aðeins um 15 prósent af heildargjöldum voru innheimt. 

Þeir fangar sem eru rukkaðir og geta ekki staðið skil á greiðslunni geta hins vegar átt von á bótaskerðingu, misst réttinn á félagslegu húsnæði, misst ökuskírteinið eða fangelsisrefsingu.

Í grein CNN er haft bendir  fangelsismálafræðingurinn Alexes Harris á að að flestir fangar séu lágtekjufólk og því geti gjaldið orðið að varanlegri fjárhagslegri refsingu auk fangelsisvistarinnar. „Endurhæfing er ekki fólgin í því,“ segir hann.

Útgjöld bandaríska ríkisins vegna fangelsismála hafa aukist um 650 prósent á síðustu 30 árum og námu um 265 milljörðum dollara árið 2012.

Barrett voru dæmdar 150 þúsund dollara bætur. Af upphæðinni voru frádregnir 54.750 dollarar í fangelsisgjöld og 50 þúsund dollarar í sekt sem honum var gert að greiða fyrir brotið sem fólst í eiturlyfjainnflutningi.

Fangelsi í Bandaríkjunum
Fangelsi í Bandaríkjunum AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK