Björk hannar kampavínsflösku

Kampavínsflaskan sem Björk og Chris Cummingham hönnuðu.
Kampavínsflaskan sem Björk og Chris Cummingham hönnuðu. Skjáskot af vefsíðu Eater

Gagnrýnandi hjá tímaritinu Eater bendir Björk Guðmundsdóttur á að hætta ekki í dagvinnunni sinni og segir að ný kampavínsflaska sem hún hannaði fyrir kampavínsframleiðandann Dom Pérignon sé ekki nánda nærri eins svöl og svanakjóllinn frægi sem söngkonan klæddist á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2001.

Dom Pérignon hefur fengið nokkra þekkta einstaklinga til þess að hanna fyrir sig flösku, þeirra á meðal eru leikstjórinn David Lynch og Björk, sem hannaði flöskuna ásamt leikstjóranum Chris Cunningham. Hann leikstýrði m.a. myndbandinu við lagið „All is Full of Love“ úr smiðju Bjarkar.

Norðurljósin virðast vera innblástur hönnunarinnar þar sem grænn leysigeisli stendur upp úr umbúðunum. Gagnrýnandinn veltir fyrir sér hvernig þeim hafi tekist að koma fyrrnefndum geisla fyrir á þessum stað en segir mögulegt að fegurðin njóti sín ekki nógu vel á einföldum tölvuskjá. 

Björk Guðmundsdóttir hannaði kampavínsflösku fyrir Dom Pérignon.
Björk Guðmundsdóttir hannaði kampavínsflösku fyrir Dom Pérignon. Þorvaldur Örn Kristmundsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK