Gjaldþrota hernaðarbrölt

Skjáskot af heimasíðu ECA Program

Félagið ECA Program Iceland ehf., sem átti að halda utan um herþjálfunarbúðir á Keflavíkurflugvelli, var tekið til gjaldþrotaskipta hinn 17. september sl. með úrskurði héraðsdóms Reykjaness.

Félgið var í eigu hollenska félagsins ECA Program Ltd. en ætlunin var að skrá og starf­rækja hér á landi Suk­hoi SU-30 flug­vél­ar til þjálf­un­ar og æf­ingaFélagið var skráð með aðsetur í byggingu 2314 í Reykjanesbæ, en þar eru í dag aðalskrifstofur Skóla ehf., sem rekur nokkra leikskóla, m.a. á Ásbrú.

ECA Iceland var stofnað í lok árs 2009 og hugðist reka heimastöð fyrir óvopnaðar flugvélar í Keflavík sem áttu að þjónusta hinar ýmsu aðildarþjóðir NATO. Heildarfjárfestingin átti að nema um 200 milljörðum króna og skapa hundruð starfa. Málið var slegið út af borðinu í tíð Ögmundar Jónassonar sem innanríkisráðherra. 

Á heimasíðu ECA Program má sjá lista yfir stöðvar og dótturfélög félagsins víðs vegar um heim og er Ísland þar m.a. á lista.

Dauðadæmt frá upphafi?

Stjórn ECA Iceland skipuðu Melville Peter ten Cate, Robert Raymond Kendall, Peter Travis Campbell og Guðmundur Pétursson.

Í ítarlegri úttekt Eyjunnar á málinu frá árinu 2012 kemur fram að ECA Program var tekið til gjaldþrotaskipta í Lúxemborg árið 2011. Stofnandinn, fyrrnefndur Melville ten Cate, stofnaði þá nýtt félag í sama tilgangi.

Umfjöllun Eyjunnar leiddi í ljós að málið var dauðadæmt frá upphafi, þrátt fyrir að málið hafi farið nokkuð langt í stjórnkerfinu. Þar segir að fyrirtækið hafi aldrei haft burði til þess að láta verkefnið verða að veruleika auk þess sem óljóst hefði verið hvernig átti að útvega þoturnar. Þá hafði bandarískur dómstóll nýlega dæmt fyrirtækið til að greiða 1,66 milljónir dollara fyrir að svíkjast um að útvega þyrlur sem nota átti í hernaði í Afganistan.

Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í dag í London.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK