Hagnaður Kerfélagsins fjórfaldast

Kerið í Grímsnesi.
Kerið í Grímsnesi. Þorvaldur Örn Kristmundsson

„Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Óskar Magnússon í samtali við mbl.is en hann er einn eigenda Kerfélagsins, eiganda Kersins í Grímsnesi, ásamt Ásgeiri Bolla Kristinssyni, Jóni Pálmasyni og Sigurði Gísla Pálmasyni. Hagnaður félagsins fjórfaldaðist milli ára og og nam 7,2 milljónum króna á síðasta ári samanborið tæplega 1,8 milljón króna hagnað árið 2013. Fjármunirnir hafa verið nýttir til þess að sinna brýnustu framkvæmdum á staðnum til þess að vernda hann. 

Kerfélagið hóf gjaldtöku við Kerið árið 2013 en hver ferðamaður greiðir 350 krónur, tvær evrur eða þrjá Bandaríkjadali. Í tilkynningu frá Kerfélaginu á sínum tíma sagði að gjaldið ætti að gera félaginu kleift að vernda viðkvæma nátt­úru svæðis­ins svo unnt væri að halda áfram að taka á móti ferðamönn­um.

„Við höfum verið í umfangsmiklum framkvæmdum við stígagerð og fleira. Síðan hefur verið undirbúningsvinna í gangi til að mynda fyrir pallasmíð og fleira. Sömuleiðis er verið að leggja drög að deiliskipulagi fyrir svæðið. Þetta er allt eins og við töluðum um í upphafi. Þetta myndi standa undir sér,“ segir Óskar. 

Hins vegar sé ljóst að umræddir fjármunir nýtist aðeins til brýnustu framkvæmda og til framtíðar þurfi mun meira fjármagn til þess að koma upp myndarlegri aðstöðu bæði fyrir starfsfólk og gesti. „Þetta er engu að síður nóg til þess að ráðast í þær framkvæmdir sem brýnast var að fara í og það er auðvitað ánægjulegt.“

Í nýbirtum samandregnum ársreikningi félagsins kemur fram að rekstrarhagnaður án afskrifta, fjármunatekna og fjármagnsgjalda nam 9,3 milljónum króna og jókst um 6,6 milljónir milli ára. 

Eignir félagsins námu 21,6 milljónum króna samanborið við 17,1 milljón króna árið 2013. Í ársreikningnum segir að landið sé metið á 10,6 milljónir. Þá eru áhöld, tæki og aðstaða metin á 681 þúsund krónur samanborið við einnar milljón króna virði á fyrra ári.

Skuldir lækka milli ára og nema 2 milljónum króna samanborið við 4,7 milljónir árið 2013. Eigið fé jókst og nam 19,6 milliljónum króna í árslok samanborið við 12,4 milljónir árið 2013.

Óskar Magnússon.
Óskar Magnússon. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK