Ægir Már ráðinn forstjóri Advania á Íslandi

Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi.
Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi.

Ægir Már Þórisson hefur tekið við starfi forstjóra Advania á Íslandi af Gesti G. Gestssyni sem mun helga sig starfi forstjóra Advania Norden, sem er móðurfélag Advania á Norðurlöndunum.

Í fréttatilkynningu kemur fram að með breytingunum sé markmiðið að efla starfsemi Advania bæði á Norðurlöndunum og á Íslandi enn frekar. Breytingarnar voru kynntar á fundi með starfsmönnum í morgun.

Á undanförnum árum hafa umsvif Advania á Norðurlöndunum aukist, en utan Íslands er fyrirtækið með starfsemi í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Stefna eigenda Advania er að efla starfsemina á Norðurlöndunum enn frekar.

Advania veitir opinberum aðilum, fyrirtækjum og einstaklingum víðtæka upplýsingatækniþjónustu og starfa um eitt þúsund manns hjá fyrirtækinu, þar af tæplega sex hundruð á Íslandi.

Ægir Már hóf störf hjá Advania árið 2011 og hefur undanfarin tvö ár verið framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðsmála. Ægir Már er vinnusálfræðingur að mennt og var ráðgjafi, mannauðsstjóri og framkvæmdastjóri hjá Capacent áður en hann kom til starfa hjá Advania.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK