Festu kaup á lóð Eden

Eden í blóma í Hveragerði.
Eden í blóma í Hveragerði. Rax / Ragnar Axelsson

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segir lóðina sem Eden stóð eitt sinn á bjóða upp á alls kyns möguleika. Bæjarstjórn samþykkti hinn 10. september sl. að kaupa lóðina af Landsbankanum fyrir tíu milljónir króna.

Líkt og margir þekkja brann Eden til kaldra kola sumarið 2011. Síðan hefur lóðin staðið auð en hún var í eigu Sparisjóðs Vestmannaeyja og rann inn í Landsbankans við samruna fyrirtækjanna tveggja. Aldís segir ekkert hafa gengið að koma lóðinni út og ákvað bæjarráð því að leysa hana til sín.

Hún segir skipulagsvinnu taka nú við og ekkert verður aðhafst á lóðinni fyrr en nýtt aðalskipulag liggur fyrir. Aldís segir lóðina hins vegar bjóða upp á fjölbreytta notkun nefnir t.d. íbúðarhúsnæði eða verslunar- og þjónustukjarna.

Eden á tívolílóðina?

Bæjarráð samþykkti í ágúst að veita félagi sem hyggst byggja söluskála undir nafni Eden á svokallaðri Tívolílóð. Félagið Eden ehf. var stofnað fyrir starfsemina og í erindi til bæjaryfirvalda koma fram áform um að byggingin verði allt að 2.500 fermetrar og þar af átta hundruð fermetra gróðurhús. 

Aldís segir að unnið sé að verkefninu. Félagið hefur ennþá nokkra mánuði til stefnu þar sem fimm mánaða forgangsréttur var veittur í lok júlí.

Ef af því verður er a.m.k. ljóst að Eden mun ekki rísa úr öskunni á sömu lóð og áður.

Tívolílóðin stendur við Austurmörk 25 en Eden-lóðin er þar beint á móti, eða við Austurmörk 25.

Eden eftir brunann.
Eden eftir brunann. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK