Ingunn og Magnús ráðin til HÍ

Ingunn Ólafsdóttir
Ingunn Ólafsdóttir

Háskóli Íslands hefur ráðið í stöður innri endurskoðenda og aðstoðarmanns rektors.

Ingunn Ólafsdóttir hefur verið ráðin til að gegna stöðu innri endurskoðanda Háskóla Íslands.

Ingunn lauk BA-prófi í stjórnmálafræði og heimspeki frá Háskóla Íslands árið 2001, MPA-prófi í stjórnsýslufræði frá KU Leuven árið 2002 og MA-prófi í alþjóðasamskiptum frá University of Kent árið 2003.

Þá hlaut Ingunn faggildingu (CIA) sem innri endurskoðandi árið 2013. Ingunn hefur víðtæka starfsreynslu, þ.á m. sem sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun frá 2006 til 2013 og sem verkefnisstjóri í áhættuþjónustu Deloitte frá 2013. Þá starfaði Ingunn sem almannatengill í Brussel á árunum 2003 til 2004 og hlaut starfsþjálfun hjá Evrópuþinginu 2004 til 2005.

Hlutverk innri endurskoðanda Háskóla Íslands er að stuðla að hagkvæmri nýtingu fjármuna og skilvirkni í rekstri í þágu stefnu og markmiða háskólans. Innri endurskoðandi aðstoðar háskólaráð, rektor og aðra stjórnendur skólans við að ná settum rekstrarmarkmiðum, meta árangur, bæta áhættustýringu og styrkja innra eftirlit.

Magnús aðstoðarmaður rektors

Magnús Lyngdal Magnússon hefur tekið við starfi aðstoðarmanns rektors Háskóla Íslands, Jóns Atla Benediktssonar.

Magnús lauk BA-prófi í sagnfræði og íslensku frá Háskóla Íslands árið 2000 og MA-prófi í sagnfræði árið 2002. Hann starfaði við rannsóknir frá 2002 til 2007 en var þá ráðinn sérfræðingur hjá Rannís. Þar gegndi Magnús meðal annars starfi aðstoðarforstöðumanns á árunum 2008-2012. Magnús starfaði sem sérfræðingur á skrifstofu vísinda og háskóla í mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá árinu 2012 og þar til hann var ráðinn til Háskóla Íslands árið 2013 og tók þá við starfi skrifstofustjóra Miðstöðvar framhaldsnáms.

Magnús Lyngdal Magnússon
Magnús Lyngdal Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK