„Kjóllinn“ orðinn að búningi

Kjóllinn er orðinn að hrekkjavökubúningi
Kjóllinn er orðinn að hrekkjavökubúningi Mynd/Yandi

Bandarísk vefverslun ætlar að gera sér mat úr deilunum sem sköpuðust í kringum kjólinn fræga sem enginn vissi hvernig væri á litinn. Flestir ætti þó að geta verið sammála um að þessi kjóll sé bæði gylltur og hvítur og svartur og blár.

Það er verslunin Yandi.com sem sá sér leik á borði og hóf framleiðslu á kjólnum fyrir hrekkjavökuna sem er á næsta leyti. Kjólinn kostar tæpa 47 Bandaríkjadali, eða sex þúsund íslenskar krónur. Þá bætist flutningakostnaður við verðið ef ætlunin er að fá kjólinn til Íslands, en hann nemur a.m.k. átta dollurum, eða sem jafngildir eitt þúsund krónum.

Kjóllinn gerði allt vitlaust í upphafi ársins þegar netið skiptist í tvær stríðandi fylkingar. Annað hvort var kjóllinn blár og svartur eða hvítur og gylltur.

Kjóllinn reyndist vera blár og svartur en ástæðan fyr­ir öllu fjaðrafokinu var sú að ljós­mynd­in var of­lýst og þar að auki var skekkja í jafn­vægi lit­anna. Kjóll­inn hef­ur á sér ljós­blá­an blæ og stillingin á myndavélinni var of hlý og skekk­ti lit­inn.

Frétt mbl.is: Hvernig er kjóllinn á litinn?

Frétt mbl.is: Þess vegna er kjóllinn blár

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK