Um 85% kröfuhafa þurfa að samþykkja nauðasamning

Landsbanki Íslands var í Austurstræti.
Landsbanki Íslands var í Austurstræti. mbl.is/Brynjar Gauti

Þegar nauðasamningur verður borinn undir atkvæði kröfuhafa gamla Landsbankans (LBI) mun slitastjórnin þurfa samþykki 85% atkvæðismanna til þess að samningurinn hljóti brautargengi.

Samþykkt kröfuhafanna er forsenda þess að slitastjórnin geti lagt nauðasamninginn fyrir dómstóla til staðfestingar. Samkvæmt lögum sem gilda um lok slitameðferðar á borð við þá sem nú stendur fyrir dyrum, 7 árum eftir fall bankans, telst frumvarp til nauðasamnings samþykkt ef því er greitt sama hlutfall atkvæða eftir fjárhæðum krafna atkvæðismanna og eftirgjöf af samningskröfum á að nema samkvæmt frumvarpinu.

Slitastjórnin gerir ráð fyrir því að almennir kröfuhafar, þeir hinir sömu og greiða atkvæði um samninginn, fái tæp 15% krafna sinna endurheimt. Það er miklu lægra hlutfall en í tilfelli Glitnis og Kaupþings, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK