Hafa ekki áhuga á forstjórastarfi

Sheryl Sandberg fyrrverandi forstjóri Facebook hefur hvatt konur til dáða …
Sheryl Sandberg fyrrverandi forstjóri Facebook hefur hvatt konur til dáða en ný rannsókn bendir til þess að það hafa ekki allar konur, ekkert frekar en karlar, áhuga á að verða forstjórar. AFP

Aðeins 60% kvenna sem eru framkvæmdastjórar hjá fyrirtækjum hafa áhuga á forstjórastarfinu á meðan hlutfallið er 72% meðal karla. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar ráðgjafarfyrirtækisins  McKinsey & Co.

Rannsókn fyrirtækisins bendir til þess að það sé aðeins hluti starfsmanna fyrirtækja sem hafa áhuga á forstjórastarfi. Rannsóknin nær til tæplega 30 þúsund starfsmanna 118 fyrirtækja. En í rannsókninni var sjónum beint að metnaði og líðan fólks í starfi. 

Ef horft er til fólks á öllum stigum fyrirtækja þá eru það aðeins 39% kvenna og 47% karla sem hafa áhuga á að taka að sér starf forstjóra eða aðra toppstöðu hjá fyrirtæki.

Fjölskyldufólk, sama hvort það voru karlar eða konur, sögðu ástæðuna vera þá að þau vildu ekki fórna fjölskyldunni fyrir frama í starfi. Konur sem ekki eiga börn nefna oftast streitu og þrýsting sem ástæðu fyrir því að þær hafa ekki áhuga á forstjórastólnum. 

En eitt af því sem kom fram að mæður hafa meiri áhuga á að verða forstjórar en þær sem eru barnlausar. Munar þar 15% á milli hópa, samkvæmt frétt Los Angeles Times.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK