Teddy Frank frá Philips með erindi

Teddy Frank, fyrrum framkvæmdastjóri Philips.
Teddy Frank, fyrrum framkvæmdastjóri Philips.

Teddy Frank, fyrrverandi framkvæmdastjóri Philips, er meðal fyrirlesara á Mannauðsdeginum sem haldinn verður 9. október í Hörpu. Það er Flóra, félag mannauðsstjóra, sem sér um ráðstefnuna sem hefur yfirskriftina Breytingarstjórnun – Eru allir um borð? Á ráðstefnunni verður fjallað um áskoranir sem stjórnendur standa frammi fyrir þegar kemur að breytingastjórnun, framkvæmd stefnu og uppbyggingu fyrirtækjamenningar.

Undanfarna áratugi hafa orðið miklar breytingar á umhverfi nýsköpunar- og tæknifyrirtækja og er Philips þar engin undantekning. Fyrirtækið hafði tapað stöðu á markaði og varð Frans Von Houten sem ráðinn var forstjóri Philips árið 2011 það ljóst að enn ein endurskipulagning á fyrirtækinu frá grunni myndi ekki duga til að ná árangri.

Hann fékk því til liðs við sig Teddy Frank sem aðstoðarforstjóra en hennar hlutverk var að leiða breytingar á fyrirtækjamenningu þessa 120 ára og 150.000 manna fyrirtækis. Frank mun segja frá þessu ferðalagi Philips og hvernig hún leiddi viðamiklar breytingar á fyrirtækjamenningu Philips sem leiddu til betri afkomu og aukins hagnaðar á Mannauðsdeginum.

Þá mun Sharlyn Lauby, forstjóri ITM Group Inc, halda erindi með titilinn „Fail to plan or plan to fail“ en ITM Group er ráðgjafaryrirtæki sem hefur þróað tól og þjálfunarlausnir til að virkja og efla mannauð fyrirtækja.

Í fréttatilkynningu frá Flóru, félagi mannauðsstjóra, kemur fram að öll fyrirtæki eigi það sameiginlegt hvort sem þau séu stór eða smá, að til að ná árangri þurfi að undirbúa og áætla allt. Umhverfi fyrirtækja sé breytingum háð og þarfir viðskiptavina breytist sem og samkeppnisumhverfið og umhverfisþættir. Því séu góð stefna og áætlanir nauðsynlegar þeim fyrirtækjum sem vilja bregðast við síbreytilegu umhverfi. Um þetta mun Lauby fjalla í erindi sínu.

Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um ráðstefnuna.

Sharlyn Lauby, forstjóri ITM Group Inc.
Sharlyn Lauby, forstjóri ITM Group Inc.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK