Gerviblóð og búningar fyrir 42 milljónir

Einar Arnarsson, eigandi Hókus Pókus.
Einar Arnarsson, eigandi Hókus Pókus. Þórður Arnar Þórðarson

Hókus Pókus seldi gerviblóð, búninga og annan varning verslunarinnar fyrir rúmar 42 milljónir króna á síðasta ári. Eftirspurnin virðist nokkur jöfn milli ára þar sem sölutekjurnar voru nánast þær sömu árið 2013.

Í nýbirtum ársreikningi félagsins Hókus Pókus ehf., sem rekur samnefnda verslun á Laugavegi 69, kemur fram að hagnaður félagsins á síðasta ári hafi numið 3,5 milljónum króna. Hagnaðurinn dróst saman milli ára en hann nam 5,8 milljónum króna árið 2013 en í bókhaldinu kemur m.a. fram að húsnæðiskostnaður og launagjöld hafi aukist nokkuð milli ára.

Félagið er í níutíu prósent eigu Einars Arnarssonar en konan hans Hrafnhildur Eiðsdóttir á tíu prósenta hlut.

Í lok ársins námu eignir félagsins 59 milljónum króna en skuldirnar 82 milljónum króna og var eiginfjárstaða félagsins því neikvæð um tæpar 23 milljónir króna. Félagið keypti á síðasta ári fasteignina að Laugavegi 40 á 84 milljónir króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK