Kári karpar enn um húsið

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, til þess að greiða verktaka er vann að verðlaunuðu húsi hans við Elliðavatn tæpar fimm milljónir króna.

Fyrirtækið Viðhald og Nýsmiði vann að utanhússfrágangi, einangrun og klæðningum á fasteigninni. Málið varðaði viðbótarkostnað við umsaminn heildarkostnað sem nam rúmum 22,8 milljónum króna og Kári hafði þegar greitt.

Vildu fá greitt fyrir salernisaðstöðu

Enginn ágreiningur var um tiltekin aukaverk, sem Kári hafði þegar samþykkt að greiða í samráði við matsmenn, en deilan sneri hins vegar að reikningum sem voru útgefnir í nóvember 2011 til febrúar 2012, samtals að fjárhæð 536.543 kr. vegna vinnuskúrs og WC og reikninga vegna þess sama útgefna 20. desember 2013, samtals að fjárhæð 1.202.036 kr. Þá var jafnframt ágreiningur um kröfu Kára um tafabætur að fjárhæð 5.006.758 kr. auk þess sem ágreiningur var um dráttarvaxtakröfu verktakafyrirtækisins.

Verktakinn sagði sig frá verkinu vorið 2012 þegar ljóst var að uppi var ágreiningur um aukaverk og fleiri atriði en á þeim tíma var framkvæmdum ekki lokið að fullu. Kári óskaði þá eftir að matsmaður myndi skera úr um hvaða verk féllu í raun undir verksamninginn. 

Viðhald og Nýsmiði útveguðu vinnuaðstöðu og salerni og í greinargerð þeirra er bent á að aðstaðan hafi enn verið í notkun á vinnusvæðinu, af öðrum verktökum, eftir að þeir sögðu sig frá verkinu. Í ágúst 2012 tóku þeir aðstöðuna niður.

Verktakinn segir Kára hafa óskað eftir aðstöðunni en Kári neitaði því og sagði skýrt að þetta hefði átt að vera innifalið í samningsfjárhæð.

Dómarinn féllst á sjónarmið Kára og taldi aðstöðuna hafa verið innifalda í samningnum. Engu máli skipti þótt aðrir hefðu einnig notað aðstöðuna.

Þá var fallist á kröfu Kára um tafarbætur. Verkið átti að taka tíu vikur en Kára voru dæmdar bætur fyrir 102 daga er nema tæpum 2,3 milljónum króna.

Kára er heimilt að skuldajafna þessar bætur til frádráttar kröfunni.

Bygging hússins hefur valdið ýmsum deilum og málaferlum milli Kára og nokkurra verktaka á síðustu árum. Nokkur mál hafa endað fyrir dómstólum, þar á meðal vegna byggingar hússins og túnþaka sem lagðar voru á lóð í kringum það.


Hér má lesa dóminn í heild sinni.
Hús Kára Stefánssonar.
Hús Kára Stefánssonar. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK