Milljarðamæringur keyrði á áhorfendur

Bíllinn þeyttist í áhorfendur.
Bíllinn þeyttist í áhorfendur. Skjáskot af vefsíðu Malta Today

Breski milljarðamæringurinn Paul Bailey missti stjórn á Porsche sportbílnum sínum á bílasýningu á Möltu um helgina með þeim afleiðingum að bíllinn þeyttist á áhorfendur og 26 slösuðust.

Bailey er þekktur bílasafnari en í þetta skiptið var hann að aka Porsche 918 Spyder bíl sem kostar um 850 þúsund Bandaríkjadali, eða sem jafngildir um 108 milljónum króna, á bílasýningu sem árlega er haldin til styrktar góðgerðarmála. Þegar annað afturdekkið fór upp á grasflöt við akbrautina missti hann stjórn á bílnum með fyrrnefndum afleiðingum.

Bailey og eiginkona hans stofnuðu fjarskiptafyrirtækið Worldwide Group Holdings og seldu það árið 2012 fyrir 42 milljónir Bandaríkjadala. Bailey er þekktur bílasafnari og á um þrjátíu sportbíla, þar á meðal McLaren P1, LaFerrari. 

Fimm slösuðust alvarlega í bílslysinu og níu þurftu að leita sér aðhlynningar á spítala. Aðrir hlutu smávægileg meiðsli.

Frétt Business Insider.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK