Tekjulægri versla á Dunkin' Donuts

Eitt hundrað Dunkin' Donuts-útibúum í Bandaríkjunum verður lokað á næstu fimmtán mánuðum. Þetta eru allt sjálfsafgreiðslustaðir í verslunarkeðjunni Speedway sem er víðs vegar um Bandaríkin. 

Í tilkynningu frá Dunkin' segir að einungis 0,1 prósent af tekjum fyrirtækisins megi rekja til þessara útibúa. Með því að loka stöðunum verður frekar hægt að opna nokkur hefðbundin kaffihús á sömu svæðum. Stefnt er að því að opna 410 til 440 nýja staði á þessu ári. 

Hagnaður Dunkin' Brands, móðurfélags Dunkin' Donuts og Baskin Robbins, var lægri á síðasta ársfjórðungi en gert hafði verið ráð fyrir en í grein Forbes er bent á að það sé til marks um aukna hörku í „morgunverðarstríðinu“ í Bandaríkjunum. Þá er bent á að viðskiptavinir Dunkin' séu almennt tekjulægri en t.d. viðskiptavinir Starbucks og er fyrirtækið því viðkvæmara fyrir sveiflum í efnahagslífinu.

Hlutabréf Dunkin' hafa lækkað um tuttugu prósent síðan í júní og viðskiptavinum fækkaði um 0,7 prósent á síðasta ársfjórðungi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK