Messi laus undan skattrannsókn

Lionel Messi l
Lionel Messi l AFP

Ákæra fyrir skattalagabrot fótboltahetjunnar Lionel Messi hefur verið látin falla niður en saksóknarar á Spáni ætla að halda máli gegn föður hans til streitu.

Ef Jorge Messi verður sakfelldur gæti hann átt von á átján mánaða fangelsisdómi og tveggja milljóna evra sekt.

Feðgarnir voru upphaflega báðir sakaðir um að hafa komið um fjórum milljónum evra undan skatti.

Talið er að Jorge hafi notast við skattaskjól á Belís og í Úrúgvæ á árunum 2007 til 2009 til þess að koma tekjum sonar síns undan skatti. Lögmenn Lionels hafa aftur á móti haldið því fram að hann hafi aldrei litið á þessa samninga og hafi því ekki haft hugmynd um fyrirkomulagið. 

Faðir hans stjórnaði fjármálunum og dómstólar höfnuðu í júní kröfu Lionel um að málið yrði fellt niður af þeim sökum og sögðu hann hafa mátt vita hvernig þetta væri gert.

Nú hefur saksóknari hins vegar látið málið falla niður.

Tekjurnar sem um ræðir eru m.a. frá Pepsi-Cola, Adidas og Procter and Gamble, og flokkaðar sem greiðsla fyrir notkun á „vörumerki“ hans til þess að sleppa við hefðbundinn tekjuskatt.

BBC greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK