Sjö ár frá „Guð blessi Ísland“

Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra varar spurningum fréttamanna.
Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra varar spurningum fréttamanna. mbl.is/hag

Í dag eru sjö ár liðin frá tilfinningaþrungnu ávarpi forsætisráðherra „vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði“ eða því sem einfaldlega hefur verið þekkt sem „Guð blessi Ísland ávarpið“. Því er ekki úr vegi að líta yfir þróunina á síðustu árum.

Á heimasíðu forsætisráðuneytisins má lesa ávarpið í heild sinni. „Ég hvet ykkur öll til að standa vörð um það sem mestu máli skiptir í lífi hvers einasta manns, standa vörð um þau lífsgildi sem standast það gjörningaveður sem nú geisar. Ég hvet fjölskyldur til að ræða saman og láta ekki örvæntingu ná yfirhöndinni þótt útlitið sé svart hjá mörgum. Við þurfum að útskýra fyrir börnunum okkar að heimurinn sé ekki á heljarþröm og við þurfum sjálf, hvert og eitt, að finna kjark innra með okkur til að horfa fram á veginn.“

Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, lauk ávarpinu þó á ljúfari nótum: „Þrátt fyrir þessi miklu áföll er framtíð þjóðarinnar bæði trygg og björt.“

Sama dag voru neyðarlögin sett og bankarnir féllu líkt og spilaborg dagana þar á eftir. Mánuði síðar var gjaldeyrishöftum komið á.

... úti er ævintýri?

Í dag, sjö árum síðar, hillir undir lok haftanna. Slitastjórnir bankanna hafa sent Seðlabankanum beiðnir um undanþágur frá fjármagnshöftum og lagt fram drög að nauðasamningum sem Seðlabankinn hefur haft til meðferðar. Kröfuhafar hafa samþykkt þessar tillögur. 

Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur sagt tillögunar í stórum dráttum uppfylla skilyrði um stöðugleika í gengis- og peningamálum og tryggja fjármálalegan stöðugleika. Ýmis atriði hafa þó þarfnast frekari skðunar. Í lok septmber sagði hann þá skoðun vera á lokastigi og að í framhaldi af því gætu skapast forsendur fyrir nánari opinberri kynningu.

Til stóð að kynna stöðugleikaskilyrðin í morgun við útgáfu ritsins Fjármálastöðugleiki en Seðlabankinn frestaði því um nokkra daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK