12 milljarða gjaldeyristekjur

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands á viðburði Meet in Reykjavík.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands á viðburði Meet in Reykjavík. mynd/Meet in Reykjavík

Með aðkomu ambassadora Meet in Reykjavík síðastliðinna ára hefur verið leitast eftir að fá til Íslands um sjötíu ráðstefnur og viðburði. Þar af hafa um 46 verkefni verið staðfest en þrettán bíða niðurstöðu. Samanlagður gestafjöldi staðfestra viðburða eru um þrjátíu þúsund og áætlaðar heildargjaldeyristekjur af þeim um tólf milljarðar króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mett in Reykjavík. Þar er bent á að allir sem hafa sterkt alþjóðlegt tengslanet og getu til að hafa áhrif á hvort að ráðstefna eða viðburður verði haldinn hérlendis geti sótt um að gerast Meet in Reykjavík ambassador. Þeir fá stuðning við tilboðsgerð og markaðsefni sem auðveldar kynningu á innviðum og aðgengi að landinu.

Meet in Reykjavík sérhæfir sig í markaðsetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir alþjóðlega fundi, ráðstefnur, viðburði og hvataferðir. Markaðsetning á þessum mörkuðum er gjarnan háð persónulegum tengslum og orðspori og því stofnaði Meet in Reykjavík Ambassador Club á síðasta ári.

Nú þegar eru 127 manns skráðir sem meðlimir.

Til að auka árangurinn enn frekar býður Meet in Reykjavík til árlegs kynningarfundar fyrir núverandi og nýja ambassadora í Hörpu fimmtudaginn 8. október kl 15:00 til 17:30. Forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson setur viðburðinn og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, sem er verndari Ambassador Club, verður með erindi. Þá verða tveir nýjir heiðursambassadorar kynntir til leiks.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK