12% fjölgun þinglýstra samninga á höfuðborgarsvæðinu

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í september 2015 var 875. Heildarvelta nam 36,2 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 41,4 milljónir króna. Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 22,1 milljarði, viðskipti með eignir í sérbýli 7,9 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 6,2 milljörðum króna.

Þegar september 2015 er borinn saman við ágúst 2015 fjölgar kaupsamningum um 12,2% og velta eykst um 25,1%. Í ágúst 2015 var 780 kaupsamningum þinglýst, velta nam 29 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 37,1 milljón króna.

Þegar september 2015 er borinn saman við september 2014 fjölgar kaupsamningum um 63,9% og velta eykst um 91,7%. Íseptember 2014 var 534 kaupsamningum þinglýst, velta nam 18,9 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning 35,4 milljónir króna.

Makaskiptasamningar voru 16 í september 2015 eða 2% af öllum samningum. Í ágúst 2015 voru makaskiptasamningar 13 eða 1,8% af öllum samningum. Í september 2014 voru makaskiptasamningar 19 eða 3,8% af öllum samningum. Makaskiptasamningur er þegar hluti kaupverðs er greiddur með annarri fasteign. Upplýsingar um makaskiptasamninga eiga eingöngu við um íbúðarhúsnæði.

Vakin er athygli á að meðalupphæð kaupsamnings er ekki hægt að túlka sem meðalverð eigna og þar með sem vísbendingu um verðþróun. Þetta er vegna þess að hver kaupsamningur getur verið um fleiri en eina eign auk þess sem eignir eru misstórar, misgamlar o.s.frv.

Velta utan höfuðborgarsvæðisins

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á Norðurlandi í september 2015 var 107. Þar af voru 43 samningar um eignir í fjölbýli, 49 samningar um eignir í sérbýli og 15 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2.367 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22,1 milljón króna. Af þessum 107 voru 58 samningar um eignir á Akureyri. Þar af voru 30 samningar um eignir í fjölbýli, 22 samningar um eignir í sérbýli og 6 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.495 milljónir króna og meðalupphæð á samning 25,8 milljónir króna.

Á Austurlandi var 26 samningum þinglýst. Þar af voru 6 samningar um eignir í fjölbýli, 15 samningar um eignir í sérbýli og 5 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 464 milljónir króna og meðalupphæð á samning 17,8 milljónir króna. Af þessum 26 voru 6 samningar um eignir í Fjarðabyggð. Þar af var 1 samningur um eign í fjölbýli, 3 samningar um eignir í sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 109 milljónir króna og meðalupphæð á samning 18,1 milljón króna.

Á Suðurlandi var 110 samningum þinglýst. Þar af voru 12 samningar um eignir í fjölbýli, 62 samningar um eignir í sérbýli og 36 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2.258 milljónir króna og meðalupphæð á samning 20,5 milljónir króna. Af þessum 110 voru 62 samningar um eignir á Árborgarsvæðinu*. Þar af voru 9 samningar um eignir í fjölbýli, 47 samningar um eignir í sérbýli og 6 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.397 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22,5 milljónir króna.

Á Reykjanesi var 69 samningum þinglýst. Þar af voru 34 samningar um eignir í fjölbýli, 31 samningur um eignir í sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.609 milljónir króna og meðalupphæð á samning 23,3 milljónir króna. Af þessum 69 voru 56 samningar um eignir í Reykjanesbæ. Þar af voru 34 samningar um eignir í fjölbýli, 18 samningar um eignir í sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.328 milljónir króna og meðalupphæð á samning 23,7 milljónir króna.

Á Vesturlandi var 60 samningum þinglýst. Þar af voru 27 samningar um eignir í fjölbýli, 26 samningar um eignir í sérbýli og 7 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2.119 milljónir króna og meðalupphæð á samning 35,3 milljónir króna. Af þessum 60 var 31 samningur um eignir á Akranesi. Þar af var 21 samningur um eignir í fjölbýli og 10 samningar um eignir í sérbýli. Heildarveltan var 1.605 milljónir króna og meðalupphæð á samning 51,8 milljónir króna.

Á Vestfjörðum var 17 samningum þinglýst. Þar af voru 3 samningar um eignir í fjölbýli, 10 samningar um eignir í sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 235 milljónir króna og meðalupphæð á samning 13,8 milljónir króna. Af þessum 17 voru 7 samningar um eignir á Ísafirði. Þar af voru 3 samningar um eignir í fjölbýli, 3 samningar um eignir í sérbýli og 1 samningur um annars konar eign. Heildarveltan var 105 milljónir króna og meðalupphæð á samning 15 milljónir króna.

Vakin er athygli á að meðalupphæð kaupsamnings er ekki hægt að túlka sem meðalverð eigna og þar með sem vísbendingu um verðþróun. Þetta er vegna þess að hver kaupsamningur getur verið um fleiri en eina eign auk þess sem eignir eru misstórar, misgamlar o.s.frv.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK