85% nýting á hótelherbergjum

Styrmir Kári

Enn fjölgar gistinóttum á hótelum á Íslandi í ágúst og var nýtingin á hótelherbergjum 85% í mánuðinum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt Hagstofu Íslands.

Gistinætur á hótelum í ágúst voru 336.700 sem er 17% aukning miðað við ágúst 2014. Gistinætur erlendra gesta voru 92% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 19% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 2%.

Flestar gistinætur á hótelum í ágúst voru á höfuðborgarsvæðinu eða 187.600 sem er 19% aukning miðað við ágúst 2014. Næst flestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 56.000. Erlendir gestir með flestar gistinætur í ágúst voru; Bandaríkjamenn með 66.700, Þjóðverjar með 61.450 og Bretar með 31.100 gistinætur.

Herbergjanýtingin minnst á Norðurlandi en mest á höfuðborgarsvæðinu

Á tólf mánaða tímabili september 2014 til ágúst 2015 voru gistinætur á hótelum 2.605.003 sem er fjölgun um 18% miðað við sama tímabil ári fyrr.

Nýting herbergja var best á höfuðborgarsvæðinu í ágúst eða um 88%. Nýting hótelherbergja var lægst á Norðurlandi eða um 77%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK