Flytur ef Trump verður kjörinn

Donald Trump
Donald Trump AFP

Milljarðamæringurinn Barry Diller segist ætla að flytja úr landi eða ganga til liðs við andspyrnuhreyfingu ef Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna. 

Diller er forstjóri IAC/InterActiveCorp samsteypunnar sem á meðal annars Match.com, The Daily Beast og HomeAdvisor.com. Samkvæmt Forbes er hann metinn á 2,5 milljarða Bandaríkjadala, eða sem jafngildir 315 milljörðum íslenskra króna.

Í samtali við Bloomberg segist hann hins vegar ekki hafa miklar áhyggjur af þessu og telur mjög ólíklegt að Trump verði kjörinn. Diller segist tilbúinn að veðja á að svo verði ekki. 

Hann líkir framboðinu við raunveruleikaþátt sem þrífst á átökum. Aðspurður um mögulegar ástæður fyrir vinsældum Trumps vildi hann ekki eigna honum eitt né neitt og sagði hann einungis vera andstyggilega persónu sem þrífst á því að gagnrýna annað fólk 

Hér má lesa viðtalið í heild. 

Barry Diller
Barry Diller Mynd af Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK