Hægt að þrefalda gjöld Airbnb íbúða

Fjöldi íbúða í Reykjavík eru til leigu á vefn­um Airbnb, …
Fjöldi íbúða í Reykjavík eru til leigu á vefn­um Airbnb, bæði íbúðir sem ein­stak­ling­ar leigja út sem og stærri leigu­fé­lög. mbl.is/Styrmir Kári

Hægt er að þrefalda fasteignagjöld þeirra sem leigja íbúðir til ferðamanna á t.d. Airbnb þar sem útleigan telst í raun vera atvinnurekstur. Af því leiðir að sveitafélögum er heimilt að miða álagningu fasteignagjalda við atvinnuhúsnæði. 

Sveitafélög hafa verið hvött til þess að huga að þessum tekjustofni og hækka fasteignagjöld til þess að fá stærri hlutdeild af þeim tekjum sem af ferðamönnum renna.

Á þetta bendir Alexander G. Eðvardsson, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs KPMG í aðsendri grein í Viðskiptamogganum í dag. Þar segir hann ekki sjálfgefið að útleiga húsnæðis til ferðamanna sé hagkvæmari kostur en að leigja einstaklingum í langtímaleigu. „Vert er að hafa í huga þegar lagt er mat á þessa valkosti að ef ferðamenn geta fundið upplýsingar um gistingu, á netinu eða með öðrum hætti, þá geta skattyfirvöld það einnig,“ skrifar Alexander.

Greinin er skrifuð í tilefni fyrirhugaðra breytinga á skattlagningu húsaleigutekna þar sem til stendur að lækka skattinn úr 14% niður í 10%.

37 - 46% tekjuskattur + VSK

Í frumvarpinu er hins vegar tekið fram að skattlagningin eigi einungis við þegar leigt er til lengri tíma til einstaklinga sem búsettir eru í viðkomandi húsnæði. Leiga til ferðamanna fellur því ekki þarna undir.

Þess í stað er um að ræða atvinnurekstur sem lýtur almennum skattlagningarreglum atvinnurekstrar. Í því felst að frá tekjum af útleigu er heimilt að draga allan almennan rekstrarkostnað sem gengur til að afla þeirra og er hagnaður af slíkum rekstri skattlagður eins og aðrar launatekjur, eða um 37 til 46% og fer þetta eftir heildarlaunatekjum viðkomandi einstaklings.

Þá er útleigan einnig virðisaukaskattskyld þegar leigt er til skemmri tíma en eins mánaðar. Skattskyldan er í neðra þrepi, eða 11%, þegar tekjur á 12 mánaða tímabili ná einni milljón króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK