Holland-Ísland hafði áhrif

mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Aldrei hafa fleiri Íslendingar haldið erlendis í septembermánuði og nú. Líklega hefur leikurinn Holland-Ísland komið hér við sögu þar sem um þrjú þúsund Íslendingar voru á leiknum og hafa aldrei fleiri landsmenn fylgt íslensku liði á útivöll.

Alls héldu um 43.900 Íslendingar erlendis í septembermánuði en það er fjölgun upp á rúm sautján prósent milli ára, eða sem nemur 6.400. Í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka er bent á að þessi þróun sé í takti við aðrar hagstærðir sem gefa tóninn varðandi þróun einkaneyslu þessa dagana, en þær benda til þess að neysla landsmanna sé á talsverðri siglingu um þessar mundir. 

Brottfarir Íslendinga eru komnar upp í tæp 337 þúsund á fyrstu 9 mánuðum ársins, sem er um þrettán prósent fjölgun milli ára. Hafa ekki fleiri Íslendingar haldið út fyrir landsteinanna síðan árið 2008, og í raun hefur þessi fjöldi aðeins tvívegis áður verið meiri, þ.e. 2007 og 2008.

Þó ber hér eðlilega að taka tillit til að Íslendingum fjölgar ár frá ári, og sé það tekið með í reikninginn þá leyfðu hlutfallslega fleiri Íslendingar sé þann munað að fara erlendis á árunum 2005 til 2008 en hafa gert á yfirstandandi ári, en við nálgumst þó óðum árið 2005 í því sambandi.  

Mynd/Íslandsbanki

Metafgangur af þjónustujöfnuði?

Aukinn fjöldi ferðamanna á Íslandi á mikinn þáttí því mikla mikla gjaldeyrisinnflæði sem verið hefur að undanförnu, og hefur gert Seðlabankanum kleift að bæta myndarlega við gjaldeyrisforða sinn á sama tíma og gengi krónunnar hefur styrkst.

Fleiri erlendir ferðamenn hafa farið frá landinu um KEF á fyrstu 9 mánuðum ársins en gerðu á öllu árinu í fyrra, og raunar öll ár þar á undan. Er fjöldi ferðamanna nú komin yfir 1 milljón, eða í 1.010 þúsund, samanborið við 788 þúsund á sama tímabili í fyrra.

Íslandsbanki telur að metafgangur af þjónustujöfnuði gæti verið í uppsiglingu á 3. ársfjórðungi.

Á þeim fjórðungi var ferðamannajöfnuður, þ.e. brottfarir erlendra gesta umfram Íslendinga,  jákvæður um 365 þúsund í ár samanborið við 272 þúsund á sama tímabili í fyrra.

Á 3. ársfjórðungi í fyrra var 78 milljarða króna afgangur af þjónustujöfnuði, sem er mesti afgangur sem mælst hefur á þeim jöfnuði frá upphafi.

Íslandsbanki spáir því að það met verði auðveldlega slegið í ár og reiknar með að afgangurinn verði nokkuð yfir 100 milljörðum króna á 3. ársfjórðungi í ár.

Hvort sú spá sé nærri lagi kemur í ljós þann 1. desember nk. þegar tölurnar líta dagsins ljós.

Mynd/Íslandsbanki
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK