Sólveig sú besta í sínum flokki

Sólveig frá Borg
Sólveig frá Borg

Sigurganga bjóranna frá Borg Brugghúsi heldur áfram en á dögunum hlaut sumarbjór Borgar, Sólveig Nr.25 Evrópu-gull í flokki sterkra hveitibjóra alþjóðlegri verðlaunahátíð World Beer Awards í Norfolk, Englandi.

Í World Beer Awards bragða fjöldi dómara blindandi ýmsar bjórtegundir úr öllum heimshornum og gefa þeim einkunnir. Formaður dómnefndar er rithöfundurinn og blaðamaðurinn Roger Protz, einn þekktasti bjóráhugamaður heims. Hann er meðal annars höfundur bókanna 1001 Beers you must try before you die og The taste of beer svo aðeins tvær séu nefndar.

Valgeir Valgeirsson, bruggmeistari Borgar brugghúss, segist þegar hafa fengið fyrirspurnir um Sólveigu frá erlendum innflutningsaðilum í kjölfar verðlaunanna og býst því við að hún fari í dreifingu erlendis þegar framleiðsla á henni veður hafin aftur næsta vor.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem bjórar frá Borg Brugghús eru sigursælir á WBA en árið 2013 unnu bjórarnir Myrkvi nr.13, Úlfur nr.3 og Bríó til verðlauna í þessari virtu keppni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK