Halli langt umfram áætlun

Uppbygging í Helguvík hefur verið kostnaðarsöm og nú liggur fyrir …
Uppbygging í Helguvík hefur verið kostnaðarsöm og nú liggur fyrir að Reykjaneshöfn ræður ekki við greiðslur af skuldum sínum.

Talið er að 338 milljóna króna halli verði á rekstri Reykjaneshafnar á árinu en áður hafði verið gert ráð fyrir 114 milljóna króna halla.

Rekstraruppgjörið fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2015 ásamt útkomuspá fyrir árið 2015 var tekið fyrir á stjórnarfundi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu Reykjaneshafnar til Kauphallarinnar.

Samkvæmt útkomuspá verða rekstrartekjur 285,5 milljónir en samkvæmt áætlun voru þær 728,6 milljónir króna. Rekstrarkostnaður lækkar frá því sem var í áætlun og nemur 181,1 milljón króna í útkomuspá en var 399,2 milljónir króna samkvæmt áætlun.

Líkt og mbl greindi frá í gær er hafnaði bæjarstjórn Reykja­nes­bæj­ar ósk Reykja­nes­hafn­ar um fjár­mögn­un til að geta staðið við greiðslur skuld­bind­inga sem eru á gjald­daga þann 15. októ­ber nk. Að öllu óbreyttu mun því koma til greiðslu­falls á þeim tíma.

Hafn­ar­stjórn Reykja­nes­hafn­ar hef­ur því ákveðið að óska eft­ir greiðslu­fresti og kyrr­stöðutíma­bili frá kröfu­höf­um til 30. nóv­em­ber næst­kom­andi. Boðað hef­ur verið til kröfu­hafa­fund­ar þann 14. októ­ber nk. þar sem farið verður yfir stöðuna og til­kynnt hvort kröfu­haf­ar hafi ákveðið að verða við ósk­inni.

Frétt mbl.is: Greiðslufall Reykjaneshafnar yfirvofandi

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK