Tekjur jukust um 24,4 milljarða

Fjármála- og efnahagsráðuneytið.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið. mbl.isBrynjar Gauti

Tekjujöfnuður ríkissjóðs var lítillega jákvæður á fyrstu átta mánuðum ársins og er það betri staða en gert hafði verið ráð fyrir.

Innheimtar tekjur jukust um 24,4 milljarða króna milli ára en móti jukust greidd gjöld um 37,3 milljarða.

Handbært fé frá rekstri var neikvætt um 24,9 milljarða króna samanborið við jákvætt handbært fé upp á 13,7 milljarða króna 2014.

Þessi viðsnúningur milli ára skýrist að stórum hluta með því að leiðrétting verðtryggðra húsnæðislána sem gjaldfærð var á árinu 2014 kom til greiðslu nú í byrjun árs 2015. Þetta hefur eingöngu áhrif á sjóðshreyfingar en ekki rekstrarstöðu ársins 2015.

Skattar á vöru og þjónustu jukust um 6,1% á milli ára og námu þeir samtals 160,2 milljörðum króna sem er 2,8 milljörðum, eða 1,8% yfir áætlun fjárlaga. Virðisaukaskattur, sem vegur þyngst í þessum flokki skatta, nam 110 milljörðum króna sem er 0,3 milljörðum, eða 0,3% yfir áætlun fjárlaga og aukning um 9,2% á milli ára.

Í ljósi meiri eftirspurnar en forsendur fjárlaga gerðu ráð fyrir, einkum þegar horft er til einkaneyslu, er þetta jákvæða frávik heldur minna en við hefði mátt búast.

Hér má skoða greiðsluuppgjörið í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK