Nóbelsverðlaunin í hagfræði til Angus Deaton

Hagfræðingurinn Angus Deaton, prófessor við Princeton háskólann í Bandaríkjunum, hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár, en hann var verðlaunaður fyrir greiningu sína á neyslu, fátækt og velferð.

Í kynningu hjá sænsku vísindanefndarinnar, þar sem verðlaunin voru kynnt kom fram að rannsóknir og greining Deaton hefði bætt skilning á neyslu, í stórum og smáum aðstæðum. Þá kom fram að í hagfræðinni væri oft reynt að skilja stór málefni án þess að greina nákvæmlega hluti á smærri skala. Það hafi aftur á móti ekki virkað alltaf, enda taki fólk oft ákvarðanir á mismunandi forsendum.

Þegar komi að neyslu hafi til dæmis vantað upplýsingar um ákvarðanatöku á heimilum eftir því hvort um væri að ræða fátækt heimili eða efnuð heimili.

Voru þrjú atriði talin upp sem ástæða fyrir ákvörðuninni um að Deaton fengi verðlaunin. Í fyrsta lagi eftirspurnalíkan sem Deaton hefur þróað. Þá hafi hann greint samband milli neyslu og tekna, bæði í stóru og smáu samhengi. Að lokum hafi Deaton greint lífskjör í þróunarlöndum og ákvarðanatöku út frá kynjamismunun á heimilum.

Mynd sem sýnd var af Deaton á verðlaunaafhendingunni í dag.
Mynd sem sýnd var af Deaton á verðlaunaafhendingunni í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK