Sölu lokið á skuldabréfum hjá Eik

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf. hefur lokið sölu á nýjum skuldabréfaflokki Eikar fasteignafélags hf., EIK 15 1 að því er segir í fréttatilkynningu.

Þar segir að skuldabréfaflokkurinn sé 3,3 milljarðar króna að stærð, beri 3,3% fasta verðtryggða vexti og sé til 30 ára. Skuldabréfaflokkurinn var seldur á pari. Ennfremur kemur fram að útgáfan sé liður í endurfjármögnun vaxtaberandi skulda Eikar samstæðunnar. Félagið hafi í september greitt upp lán við LFEST1 sjóð í eigu Stefnis hf. sem borið hafi 4,95% fasta verðtryggða vexti.

Stefnt sé að skráningu skuldabréfaflokksins EIK 15 1 á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hf. og muni Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf. hafa umsjón með fyrirhugaðri skráningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK