Símasalan er til skoðunar

Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, hyggst kalla forstjóra Bankasýslunnar fyrir nefndina til að svara fyrirspurn um sölu Arion banka á 10% hlut í fyrirtækinu í aðdraganda almenns útboðs.

Salan á hlutnum fór fram á mun lægra gengi en fjárfestum bauðst í útboðinu. Í spurningum sem þingmaðurinn hefur sent á Bankasýsluna er því meðal annars velt upp hvort bankinn hafi orðið uppvís að markaðsmisnotkun í söluferlinu. Bankasýslan hefur ekki tekið ákvörðun um hvort stofnunin skoði málið frekar, en hún fer með 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka.

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag fjallar Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs Arion banka, um sölu á fyrrnefndum hlut í aðdraganda útboðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK