Stofnandi Tinder með nýtt stefnumótaapp

Ein af stofnendum Tinder var orðin þreytt á áreitninni sem konur verða reglulega fyrir á stefnumótasíðum. Hún hefur því þróað nýtt stefnumótaapp, þar sem konur eiga fyrsta leik, og er því ætlað að skila kurteisari samtölum.

Í grein BBC er bent á rannsókn sem sýnir að 42 prósent kvenna hafa fengið neikvæða athygli á stefnumótasíðum en aðeins 17 prósent karla. 

Hin 26 ára gamla Whitney Wolfe, sem er ein af þeim sem stofnuðu Tinder, lýsir nýja appinu sem femínísku stefnumótaappi þar sem finna má kurteisari karla. Í samtali við BBC segir hún konur vera orðnar sjálfstæðar í öllu því sem þær gera, en því miður hafi stefnumótamenningin ekki fylgt þeirri þróun. Hún bendir á að merking orðsins femínismi sé orðin þvæld í daglegu tali en hins vegar þýði orðið ekkert annað en jafnrétti karla og kvenna. 

Hún segir karlmenn oft vera upp með sér þegar konur eiga fyrsta leik og í framhaldinu hegða sér á kurteisari máta. 

Appið heitir Bumble en þar er m.a. hægt að þrengja niðurstöður enn frekar en á Tinder, líkt og t.d. að Facebook-vinir þínir komi einungis upp. Konur verða að hefja samtal innan 24 klukkustunda eftir að pörun fæst í appinu.

Líkt og áður segir var Wolfe ein þeirra er stofnuðu Tinder árið 2012. Á síðasta ári kærði hún hins vegar meðstofnendur fyrir kynferðislega áreitni og samdi um bætur er nema einni milljón dollara, eða um 125 milljónum íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK