Eik gerir tilboð í Heimshótel

Radisson Blu 1919
Radisson Blu 1919 Mynd/Radisson Blu 1919

Eik fasteignafélag hefur undirritað kauptilboð um kaup félagsins á útgefnu hlutafé Heimshótela ehf. Heimshótel á Hótel 1919 við Pósthússtræti 2 í miðbæ Reykjavíkur.

Fasteignir sem um ræðir og eru í eigu Heimshótela eru Pósthússtræti 2, Tryggvagata 28 og Hafnarstræti 9-11 í Reykjavík. Fasteignirnar eru tæpar 6 þúsund fermetrar að stærð og staðsettar í miðbænum.

Á Hótel 1919 eru 88 herbergi, auk þess sem veitingastaður og önnur þjónusta er rekin á jarðhæð. Leigusamningur við Hótel 1919 er til 10 ára og er Hótel 1919 með rekstrarsamning við alþjóðlegu hótelkeðjuna SAS Hotel A/S, dótturfélag Rezidor Hotel Group, um rekstur hótelsins undir nafni Radisson Blu.

Kaupverðið er trúnaðarmál

Kaupverð í kauptilboði er trúnaðarmál og getur tekið breytingum eftir því hvert endanlegt kaupandlag verður í kaupsamningi. Kauptilboð var undirritað með ákveðnum fyrirvörum, meðal annars um niðurstöður áreiðanleikakönnunar.

Í tilkynningu segir að ef af kaupunum verður er áætlað að NOI, Net Operating Income eða Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskrifti, Eikar fasteignafélags hækki um 6-7% miðað við útgefna rekstrarspá fyrir árið 2015, auk þess sem eignasafn félagsins mun stækka um 5-6%.

Kaupin verða fjármögnuð með lántöku og handbæru fé félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK