Beðið eftir lagasetningu Alþingis

Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri,
Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, mbl.is/Styrmir Kári

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri segir að það hafi sýnt sig að höftin sem sett voru hér á landi séu að virka. Hann segir að Seðlabankinn hafi ítrekað gripið inn á gjaldeyrismarkaði en það kosti að sjálfsögðu.

Hann segist vonast til þess að á yfirstandi þingi verði sett í lög að Seðalbankinn megi koma í veg fyrir að fyrirtæki, sveitarfélög og heimili taki lán í erlendri mynt sem ekki eru með tekjur í erlendri mynt.

Már segir að það sé spurning um hvort lítil ríki geti rekið eigin peningastefnu en það getur reynst þrautin þyngri.

Framundan er uppgjör slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja í tengslum við losun fjármagnshafta. Í nýrri spá Seðlabankans er áætlað að uppgjörið eigi sér m.a. stað með greiðslu svokallaðs stöðugleikaframlags sem getur valdið verulegum breytingum á innlendum efnahagsreikningum meðan á uppgjörinu stendur.

Markmiðið er að beita markaðsaðgerðum Seðlabankans þannig að uppgjörið muni ekki hafa áhrif á lausafé í umferð eða peningamagn og þannig á aðhaldsstig peningastefnunnar miðað við það sem peningastefnunefnd bankans stefnir að.

Umbreytingarnar gætu hins vegar orðið það miklar að ekki takist fyllilega að vinna á móti þeim. Uppgjörið gæti því valdið tímabundnum breytingum á lausafé og aðhaldsstigi sem gæti aukið óvissu tímabundið, þótt hættan á því sé minni en ef uppgjörið færi fram í gegnum hinn valkostinn og búin myndu greiða stöðugleikaskatt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK