Unnu verðlaun fyrir aprílgabb

 Hugbúnaðarfyrirtækið Tempo, dótturfélag Nýherja, vann til tveggja verðlauna á Atlassian Summit ráðstefnunni sem fór fram í San Francisco í síðustu viku. Verðlaunin voru fyrir mest seldu skýjalausnina á árinu og bestu markaðsherferðina en raunar var markaðsherferðin aprílgabb.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Tempo.

Tempo sérhæfir sig í verkefna- og eignasafnsstjórnunarlausnum fyrir JIRA kerfið frá Atlassian. Var það Tempo Timesheets tímaskráningarlausnin hlaut verðlaun fyrir mest seldu skýjaviðbótina á Atlassian Marketplace árið 2015 en sala af lausninni jókst um 54 prósent milli ára. Keppinautar í þessum flokki voru allar skýjalausnir fyrir Atlassian en viðbæturnar eru um 2000 talsins alls.

Markaðsherferðarverðlaunin hlaut Tempo fyrir auglýsingar sínar um Tempo Vision viðbótina, þrí  þrívíddargleraugu sem gera notendum kleift að umbreyta daglegu vinnuumhverfi með heilmyndum. Þó var  raunar um aprílgabb að ræða og voru margir sem hlupu apríl við þessa nýstárlegu vörukynningu.

Á ráðstefnunni tilkynnti Tempo einnig um þátttöku sína í Pledge 1%, fyrirtækja- og mannúðarátaki sem var stofnað af forstjórum og stofnendum Atlassian, Salesforce og Rally. Hreyfingin hvetur fyrirtæki til að gefa 1 prósent af vörutekjum, 1 prósent af eigið fé og/eða 1 prósent af starfsmannatíma til góðgerðarmála og hefur Tempo heitið því að gefa 1 prósent af vörutekjum til líknarmála. Nú þegar hafa um 500 frumkvöðlar og fyrirtæki um heim allan gengið til liðs við átakið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK