Tæplega 40 milljarða fjárfestingar

Af einstökum verkefnum vegur fjárfestingin á Hörpureitnum þyngst.
Af einstökum verkefnum vegur fjárfestingin á Hörpureitnum þyngst. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Ætla má að fjárfestingar í hótelum á þessu og næstu þremur árum muni nema um 38 milljörðum króna. Þá er einungis átt við nýfjárfestingu í byggingunum sjálfum og það sem þeim tilheyrir en ekki lóðakaup. Viðmiðið þar er jafnan að um tuttugu prósent af byggingu nýs hótels sé falið í lóðarfjárfestingunni sjálfri og gæti heildarfjárfestingin ásamt lóðum því verið á stærðargráðunni 47 milljarðar króna.

Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbanka Íslands.

Langmest af þessari fjárfestingu kemur til hér á höfuðborgarsvæðinu og er gert ráð fyrir að hún verði mest á tiltölulega litlu svæði sem markast af Valssvæðinu við Hlíðarenda, Höfðatorgi og miðborgarsvæðinu.

Ætla má að fjárfestingin á þessu svæði verði um 35 milljarðar króna. Af einstökum verkefnum vegur fjárfestingin á Hörpureitnum þyngst, en gert er ráð fyrir að hún verði um 12,8 milljarðar króna. Önnur stór verkefni eru við Hlíðarenda og á Landsímareitnum.

Annað stórt verkefni sem klárast á þessu ári er Fosshótel á Höfðatorgi sem hefur verið í byggingu síðustu ár. Það er stærsta hótel landsins í dag með 320 herbergi.

Mesti þunginn 2017 og 2018

Þunginn í fjárfestingunni verður mestur árin 2017 og 2018 þegar framkvæmdir við hótelið á Hörpureitnum standa sem hæst. Einnig skipta verkefnin við Hlíðarenda og Landsímahúsið miklu máli en gert er ráð fyrir að öllum þessum verkefnum verði lokið árið 2018 og þau tekin þá í notkun. Verkefni á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur eru m.a. Hótel Vellir og Hótel Heiðmörk í Kópavogi. Þessu til viðbótar er 5 stjörnu hótel Bláa lónsins.

Gangi öll fyrirhuguð verkefni eftir samkvæmt áætlun má gera ráð fyrir að hótelherbergjum fjölgi um á 2.300 á spátímabilinu sem þýðir um 27 prósent aukningu á framboði hótelherbergja miðað við árið 2013.

Hagfræðideild Landsbankans hefur tekið saman hótelfjárfestingar næstu ára.
Hagfræðideild Landsbankans hefur tekið saman hótelfjárfestingar næstu ára. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK