Helgi Magnússon umsvifamestur

Helgi Magnússon
Helgi Magnússon mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Helgi Magnússon, stjórnarmaður lífeyrissjóðs verslunarmanna, á sæti í stjórnum þriggja félaga sem lífeyrissjóðurinn á eignarhlut í, þ.e. N1, Marel og Símanum. Alls situr hann í stjórnum fimmtán félaga, er framkvæmdastjóri þriggja, prókúruhafi fjögurra og stofnandi fjögurra.

Hann átti 10.017.500 hluti í N1 og 5.305.044 hluti í Marel við lok árs 2014. Lífeyrissjóður verslunarmanna á 14,2 prósent hlut í N1 og 9,1 prósent hlut í Marel.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu um hlutabréfaeign stærstu lífeyrissjóðanna og þátttöku stjórnarmanna í sjóðunum í hlutafélögum með stjórnarþátttöku, framkvæmdastjórn, verulegri eignaraðild eða öðrum hætti. 

Skýrslan var unnin af Talnakönnun að beiðni Samtaka sparifjáreigenda. Í inngangi að skýrslunni segir að verkefnið hafi reynst viðamikið og að misvel hafi gengið að fá upplýsingar  frá lífeyrissjóðunum utan við þær upplýsingar sem eru á vef sjóðanna eða í ársskýrslu. 

Í skýrslunni er einnig að finna yfirlitsmynd af því hvernig hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna skiptist. Þá segir að myndin gefi til kynna að allir eigi í öllum, þó að það sé ekki rétt bókstaflega.

Þegar litið er yfir þátttöku stjórnarmanna lífeyrissjóðanna í hlutafélögum í þeirra eigu er ljóst að Helgi er þar umsvifamestur. Hjá öðrum lífeyrissjóðum sitja stjórnarmenn þeirra í mesta lagi í stjórn eins félags í eigin eigu.

Skýrsluna má nálgast hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK