Nauðasamningur LBI samþykktur

Brynjar Gauti

Kröfuhafar gamla Landsbankans samþykktu í dag nánast einróma frumvarp að nauðasamningi slitabúsins. Í samræmi við þessa niðurstöðu mun slitastjórnin leggja fram kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um staðfestingu samningsins en dómstólar hafa frest fram til 15. mars til þess að ljúka málinu.

Kröfuhafafundur LBI hófst klukkan tíu í morgun á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík. Frumvarpið var samþykkt í atkvæðagreiðslunni með 99,76 prósent atkvæða eftir fjárhæðum og 99,67 prósent atkvæða eftir höfðatölu.  

Greidd voru atkvæði eftir fjárhæð fyrir 96,67 prósent heildarkrafna í atkvæðisskrá. 

Slitabú föllnu bankanna munu afhenda ríkinu um 500 milljarða eignir í tengslum við samþykkt nauðasamninga þeirra. Þær eignir sem búin munu láta af hendi geta hækkað í verði og því gæti hið raunverulega framlag, að mati stjórnvalda, endað í allt að 600 milljörðum. Ein veigamesta eignin sem um ræðir í þessu tilliti er 95% hlutafjár í Íslandsbanka, sem að öllu óbreyttu verða afhent ríkinu á næsta ári.

Ef samningurinn verður ekki staðfestur innan tilskilins frests leggst 39 pró­sent stöðug­leika­skattur á slitabú föllnu bankanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK