SÁÁ og iKort í samstarf

Frá undirritun samstarfssamnings iKorts og SÁÁ: Frá vinstri: Kjartan Gunnarsson, …
Frá undirritun samstarfssamnings iKorts og SÁÁ: Frá vinstri: Kjartan Gunnarsson, stjórnarformaður iKorts, Viktor Ólason, stjórnarmaður iKorts, Ásgerður Th. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs SÁÁ og Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ.

SÁÁ og iKort hafa gert samning um útgáfu sérstakra fyrirframgreiddra greiðslukorta frá MasterCard fyrir velunnara SÁÁ. Hluti af tekjum vegna notkunar iKorthafa mun renna til SÁÁ. Um er að ræða tekjur af nýjum korthöfum sem SÁÁ mun safna, en Viktor Ólason, stjórnarmaður iKorts segir að miðað sé við að hver nýr korthafi skili sér í um 10 þúsund króna stuðningi við SÁÁ á ári.

Í dag nemur stuðningur velunnarra SÁÁ um 20% af öllum kostnaði við meðferðir hjá SÁÁ, að því er segir í tilkynningu frá félögunum. Þar kemur einnig fram að iKortið sé eina greiðslukortið á landinu sem ekki er gefið út af banka eða félagi í eigu banka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK