WOW hefur flug til Bristol

WOW air hefur í dag sölu á flugi til Bristol en flug þangað hefst 13. maí á næsta ári. Flogið verður þrisvar sinnum í viku; á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, allan ársins hring. Bristol er annar áfangastaður WOW air í Bretlandi en flugfélagið hefur frá upphafi boðið upp á flug til London allan ársins hring.

Bristol er næststærsta borg Suður-Englands á eftir London en þar býr u.þ.b. hálf milljón íbúa. Borgin er mikil mennta- og menningarborg með mikla sögu sem nær allt til járnaldar. Fyrr á þessu ári hlaut Bristol nafnbótina „Græn borg“ (European Green Capital), fyrst breskra borga.

Í tilkynningu frá WOW er haft eftir Robert Sinclair, forstjóra Bristol flugvallar, að gaman verði að taka á móti Íslendingum til suðvesturhluta Bretlands auk þess sem hann bendir á að flugvöllurinn hafi verlið valin sá stundvísasti í byrjun ársins. „Farþegar WOW air mega búast við skilvirkri og vinalegri þjónustu þegar þeir heimsækja suðvesturhluta Bretlands,“ er haft eftir Sinclair.

Um Bristol flugvöll

Bristol flugvöllur þjónar suðvestur Bretlandi en meira meira 7 milljónir manna búa í innan við tveggja tíma akstursfjarlægð frá flugvellinum. Tæplega 6,7 milljónir farþega fóru um flugvöllinn árið 2015 og er hann því sá níundi stærsti á Bretlandi og fimmti stærsti flugvöllur í nágrenni London.

Nýlega var hafin vinna við uppbyggingu flugvallarins upp á 24 milljónir punda sem mun ljúka formlega árið 2016 en þá mun flugvöllurinn geta tekið á móti 10 milljón farþegum árlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK