Sekta Eggert Kristjánsson um hálfa milljón

Deilt var um uppruna grænmetis.
Deilt var um uppruna grænmetis. mbl.is/Árni

Neytendastofa hefur ákveðið að sekta fyrirtækið Eggert Kristjánsson hf. um hálfa milljón þar sem upplýsingar um upprunamerkingar vantaði á umbúðir. Ábending barst stofnuninni í ágúst síðastliðnum.

Ábendingin sneri að því að merkingar og útlit umbúða vörunnar gæfu tilefni til að ætla að um íslenska ræktun sé að ræða.

Árið 2009 tók Neytendastofa ákvörðun um að Eggert Kristjánsson hf. hafi brotið gegn góðum viðskiptaháttum með því að veita neytendum villandi upplýsingar um uppruna frosins grænmetis sem selt er undir vörumerkinu Íslenskt meðlæti.

Í kjölfar ákvörðunarinnar var bætt við upplýsingum á umbúðum vörunnar um uppruna hennar og var afskiptum Neytendastofu af málinu þar með lokið.

Hér má sjá ákvörðun Neytendastofu. 



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK