Andri Þór markaðsmaður ársins

Andri Þór við afhendinguna í dag.
Andri Þór við afhendinguna í dag.

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, var kjörinn Markaðsmaður ársins 2015 hjá ÍMARK, samtökum markaðsfólks á Íslandi. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin í Ásmundarsafni rétt áðan.  

„Viðurkenningin er Ölgerðinni og mér mikils virði.  Hún er staðfesting á því faglega og öfluga markaðs- og sölustarfi sem unnið hefur verið á undanförnum árum sem hefur skilað okkur mikilli hlutdeildaraukningu og bættri arðsemi í rekstrinum,“ er haft eftir Andra í tilkynningu frá ÍMARK.

Verðlaunin eru veitt þeim einstaklingi sem þykir hafa sýnt framúrskarandi árangur í markaðsstarfi á líðandi ári. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, tilkynnti úrslitin, en hún var kjörin Markaðsmaður ársins í fyrra og er í ár formaður dómnefndar.

Ásamt Birnu sátu í dómnefnd Einar Einarsson, framkvæmdastjóri Gallup, Andrés Jónsson, eigandi og stofnandi Góðra samskipta, Bjarni Ólafsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins, Hjalti Jónsson, framkvæmdastjóri Íslensku auglýsingastofunnar, Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Pipar/TBWA, Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Dr. Friðrik Larsen, lektor í HÍ og formaður stjórnar ÍMARK, og Ásta Pétursdóttir, framkvæmdastjóri ÍMARK.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK