Faxi og Lundey hverfa úr rekstri HB Granda

Uppsjávarveiðiskipin Faxi RE og Lundey NS luku síðustu veiðiferðum sínum fyrir HB Granda í byrjun vikunnar. Bæði skipin komu þá til hafnar á Vopnafirði með kolmunna sem fór til bræðslu hjá fiskmjölsverksmiðju félagsins á staðnum.

Þetta kemur fram á vef HB Granda.

Haft er eftir Vilhjálmi Vilhjálmssyni, forstjóra HB Granda, að Faxi verði væntanlega afhentur nýjum eiganda, Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, um miðjan desembermánuð næstkomandi.

Skipið er nú í Reykjavík þar sem það fer í slipp fyrir afhendingu. Unnið er að því að selja Lundey en nýtt uppsjávarveiðiskip, Víkingur AK, er væntanlegt til landsins frá Tyrklandi fyrir áramót.

Munu nýja skipið og Venus NS, sem afhent var fyrr á árinu, sjá um að veiða þann kvóta sem Ingunn AK, Faxi og Lundey sáu áður um að veiða.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK