Linda Pé gjaldþrota

Linda Pétursdóttir
Linda Pétursdóttir

Linda Pétursdóttir, fyrrverandi eigandi Baðhússins, var úrskurðuð gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness hinn 12. nóvember sl. 

Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag þar sem jafnframt er skorað á kröfuhafa að lýsa kröfum í búið innan tveggja mánaða.

Líkt og fram hefur komið var Baðhúsinu lokað í des­em­ber á síðasta ári og sagði Linda að rekstr­ar­grund­vell­in­um hefði verið kippt und­an fyr­ir­tæk­inu þegar lof­orð um af­hend­ing­ar­tíma á nýju húsnæði í Smáralind voru svik­in. Auk þess hefði hús­næðið verið hálf­klárað við af­hend­ingu og iðnaðar­menn sí­fellt and­andi ofan í háls­málið á viðskipta­vin­um.

Baðhúsið var úr­sk­urðað gjaldþrota í janú­ar sl. og var skiptum lokið í lok ágúst. Heildarkröfur námu 181,6 milljónum króna og fékkst um 2,1 milljón króna greiddar upp í þær.

Linda var 24 ára göm­ul þegar hún stofnaði Baðhúsið. Fyrst um sinn var heilsuræktin í Ármúla, síðar Braut­ar­holti og í um eitt ár í Smáralind.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK