Ný strandlengja laði fyrirtæki upp á Skaga

Svona sjá ASK arkitektar fyrir sér að strandlengjan líti út …
Svona sjá ASK arkitektar fyrir sér að strandlengjan líti út í framtíðinni. Á myndinni má sjá ferju en tilraunasiglingar hefjast næsta sumar. Teikning/ASK arkitektar

Akraneskaupstaður undirbýr mikla uppbyggingu meðfram ströndinni og gömlu Sementsverksmiðjunni sem mun gjörbreyta ásýnd svæðisins.

Fjárfestar hafa þegar sýnt verkefninu áhuga. Í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraness, að áhersla sé lögð á blandaða byggð íbúða og atvinnustarfsemi. Horft sé til ferðaþjónustu, smáiðnaðar, verslunar og hafnsækinnar þjónustu.

Hugmyndir séu um að byggja íbúðir fyrir allt að 2.000-2.500 íbúa við ströndina. Þar með talið séu íbúðir í endurbyggðum sementsturnum sem Akranesbær fær til afhendingar 2028. Regína segir uppbygginguna munu hefjast mun fyrr, eða jafnvel þegar síðla næsta árs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK