Hækka persónuafslátt og afnema vaxtabætur

AGS vann skýrsluna að beiðni fjármálaráðherra.
AGS vann skýrsluna að beiðni fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er með nokkuð róttækar hugmyndir um breytingar á bæði tekjuskattlagningu einstaklinga og barna- og vaxtabótarkerfunum á Íslandi. Sjóðurinn vann úttekt á efninu að beiðni fjármála- og efnahagsráðherra sem hefur nú falið sérfræðingum að skoða skýrslu AGS um efnið í heild. 

Skýrslan verður liður í mótun stefnu á sviði tekjuskattlagningar einstaklinga til framtíðar. Í þessu samhengi má benda á að í ráðuneytinu er nú þegar unnið að útfærslu tillagna um stuðning ríkisins við þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð, samhliða úrbótum á vaxtabótakerfinu.

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi:

Í skýrslunni segir að framtíðarúrbætur á íslenska tekjuskattskerfinu ættu að beinast að breytingum á persónuafslætti, lægra tekjuskattshlutfallinu, barnabótum og vaxtabótum.

Lagt er til að persónuafsláttur verði hækkaður og greiddur út til þeirra sem náð hafa 18 ára aldri, nýtist hann ekki að fullu á móti álögðum skatti.

Einnig kemur fram að hægt sé að einfalda barna- og vaxtabótakerfi og beina bótum í ríkari mæli að lágtekjuheimilum.

Þá er lagt til að ein föst fjárhæð barnabóta verði reiknuð fyrir hvert barn undir 18 ára aldri, óháð fjölskyldugerð.

Stungið er upp á því að skerðingarhlutfall barnabóta verði eitt og hækki töluvert frá því sem nú er.

Að vaxtabætur verði felldar niður í áföngum á næstu árum og að breytingar á vaxtabótum falli að allsherjarendurskoðun á húsnæðisstuðningi stjórnvalda.

Hér má skoða skýrsluna í heild en hún er á ensku.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK