Hópkaup greiði dagsektir

Í málinu liggur fyrir að Hópkaup hafi ekki farið að …
Í málinu liggur fyrir að Hópkaup hafi ekki farið að ákvörðun Neytendastofu þar sem Hópkaupum var bannað að viðhafa viðskiptahætti þar sem neytendum væri veitt inneign í formi Netkróna þegar þeir notfæra sér rétt sinn til að falla frá samningi. mynd/Skjáskot

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að Hópkaup skuli greiða dagsektir, samtals 50.000 kr. á dag, þar til félagið breytir upplýsingum á vefsíðu sinni og skilmálum.

Fram kemur í ákvörðuninni, sem er frá 18. nóvember, að Hópkaup hafi 14 daga til að fara að ákvörðunni. Verði ekkert að gert, þykir Neytendastofu hæfilegt, að teknu tilliti til aðstæðna í máli þessu, meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins og jafnræðis við sektir í öðrum sambærilegum málum, að leggja á Hópkaup dagsektir að fjárhæð 50.000 kr. á dag þar til farið hefur verið að ákvörðun Neytendastofu

Fram kemur á vef Neytendastofu, að neytendur hafi lögbundinn rétt til að skila vöru sem keypt sé á netinu í 14 daga frá gerð samnings og fá endurgreiðslu kaupverðsins. Nánari upplýsingar um skilarétt má sjá hér.

Á vefsíðu Hópkaupa, undir liðnum „þjónustuloforð“ kemur fram að neytendur geti fengið inneign í formi netkróna komi til endurgreiðslu. Neytendastofa tók fyrr á árinu ákvörðun um að þjónustuloforð Hópkaup væri ekki í samræmi við ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu. Þá komi ekkert fram í skilmálum hvernig endurgreiðslu sé háttað skili neytandi vöru innan 14 daga frá kaupum. Þar sem Hópkaup hafði ekki farið að ákvörðun Neytendastofu um að gera breytingar á upplýsingunum hefur nú verið tekin ákvörðun um dagsektir.

Dagsektarákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

Uppfært 11:27

Haukur Skúlason, fjármástjóri Moberg Group, sem rekur m.a. Hópkaup, segir í yfirlýsingu að Hópkaup hafi þegar brugðist við ábendingum Neytendastofu og muni lagfæra það sem bent er á í úrskurðinum innan þess frests sem stofnunin hefur gefið fyrirtækinu áður en dagsektir verða lagðar á.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK