Vilt þú hanna ljósahjúp á Hörpu?

Harpa böðuð fjölubláum ljóma.
Harpa böðuð fjölubláum ljóma.

Harpa, Stúdío Ólafs Elíassonar og Höfuðborgarstofa kalla eftir tillögum að listaverkum sem nýta sér ljósahjúp Hörpu með frumlegum hætti.

Eitt verk verður valið og sýnt á Vetrarhátíð í Reykjavík dagana 4. til 7. febrúar 2016.

Samkeppnin er opin öllum sem vinna með ljós eða list í einhverju formi. Verðlaunaféð er tvö hundruð þúsund krónur og verður vinningstillagan kynnt í fjölmiðlum þar sem höfundar verður getið.

Verkefnið á sér fyrirmynd frá Menningarnótt 2014 þegar þeir Atli Bollason og Owen Hindley settu upp gagnvirka listaverkið PONG á glerhjúpi Hörpu.

Á Sónar 2015 var annað ljósaverk kynnt sem byggt var á nýrri tækni sem umbreytti hljóðmerkjum í ljós og þýddu tónlist Sónar í síbreytileg mynstur á hjúpi Hörpu.

Í tilkynningu segir að með verkefninu sé kominn fram nýr og stærri vettvangur fyrir stafræna list í Reykjavík sem er ætlað að marka Reykjavík sess sem framsækinni höfuðborg á sviði tækni og lista.

Umsóknarfrestur er til og með 23. desember 2015. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Hörpu undir harpa.is/ljosverk

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK