Adele slær sögulegt met

Nýjasta plata Adele slær öll met.
Nýjasta plata Adele slær öll met. AFP

Sölutölur Adele eru komnar í hús og þær eru nokkuð góðar. Enginn listamaður hefur nokkru sinni selt fleiri plötur í fyrstu söluviku. Alls seldist platan „25“ í 3,38 milljónum eintaka í Bandaríkjunum en fyrra metið var frá árinu 2000 og í nafni strákahljómsveitarinnar NSYNC. Adele bætti metið um tæpa milljón eintaka.

Til samanburðar seldi Taylor Swift 1,3 milljón eintaka af nýjustu plötu sinni „1989“ í október í fyrra. 

Í samtali við CNN Money bendir David Bakula, sérfræðingur hjá Nielsen Music, fyrirtæki sem heldur utan um plötusölu, á að metið sé í rauninni ótrúlegt á tímum þar sem plötusala er sífellt að dragast saman. Sem dæmi má nefna að árið 2000, þegar fyrra metið var sett, seldust 785 milljónir geisladiska í Bandaríkjunum, en talið er að heildarsalan í ár verði í kringum 250 milljónir.

Líkt og fram hefur komið ákvað Adele að setja plötuna á streymiþjónustuna Pandoru í stað Spotify eða Apple Music til þess að ýta undir plötusölu. Hjá Pandoru geta not­end­ur ekki valið sér­stök lög til þess að spila held­ur vel­ur þjón­ust­an lög­in og er valið sér­sniðið að tón­list­arsmekk viðkom­andi.

Frétt mbl.is: Pandora vann Spotify og Apple í slag um Adele

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK