Lífrænt hótel í Brautarholti

Húsið við Brautarholt 10-14 hefur fengið nýtt hlutverk og verður …
Húsið við Brautarholt 10-14 hefur fengið nýtt hlutverk og verður lífrænt hótel. Styrmir Kári

Nýja hótelið í Brautarholti 10-14 verður svokallað lífrænt „butique hotel“ og hefur fengið nafnið Eyja Guldsmeden. Hótelið verður rekið í samstarfi við dönsku hótelkeðjuna Guldsmeden hotels og mun starfa undir hennar nafni en keðjan á og rekur hótel víða um heim.

Framkvæmdir í Brautarholti hafa staðið nokkuð lengi yfir en um er að ræða 2.070 fermetra skrifstofuhúsnæði sem fékk þetta nýja hlutverk.

Í tilkynningu frá Eyju hóteli segir að sjálfbærni og vistvernd verði höfð að leiðarljósi í anda Guldsmeden hótelanna. Spornað verður gegn hvers kyns sóun og einblínt á að lágmarka matarsóun, endurnýta og endurvinna eins og kostur er. Mikið verður lagt uppúr persónulegri þjónustu og upplifun gesta.

Þá stenfur til að leggja mikinn metnað í fyrsta flokks veitingar og veitingaþjónustu. Unnið er með innlendum framleiðendum með lífrænar vottanir á sviði veitingareksturs og höfuðáhersla verður lögð á ferskt, lífrænt gæðahráefni beint frá býli og úr nærumhverfinu.

Eyja hótel er í eigu hjónanna Lindu Jóhannsdóttur og Ellerts Finnbogasonar, sem einnig eiga og reka Luna Hotel Apartments í Reykjavík.  Mannverk sér um allar framkvæmdir á húsnæðinu.

Eignarhaldsfélagið Gautur seldi F fasteignafélagi eignina í byrjun þessa árs. F fasteignafélag er í eigu Hildu, eignarhaldsfélags Seðlabankans, en líkt og fram hefur komið hefur Seðlabankinn sett Hildu í sölu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK